Íslenska Byggingavettvangnum er ætlað að að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans. Greina tækifæri til að auka framleiðni, auka skilvirkni, og nýsköpun. Þá er ætlunin að vettvangurinn stuðli að framþróun innan byggingageirans,  taki saman og miðli upplýsingum um geirann og stuðli að víðfermara framboði þjónustu, menntunar og þekkingar.

Lesa nánar

Um Byggingavettvanginn

Tilgangur BVV er að efla innviði og auka samkeppnishæfni innan byggingageirans með virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem við hann starfa, efla samtal innan geirans um hagsmunamál hans og stuðla að faglegri umræðu. Greina tækifæri byggingaiðnaðarins til að auka framleiðni, auka skilvirkni, og nýsköpun á þessu sviði og stuðla að faglegri mannvirkjagerð meðal annars með áherslu á eflingu nýsköpunar, tækniþekkingar rannsókna og þróun. Þá er ætlunin að vettvangurinn stuðli að framþróun innan byggingageirans,  taki saman og miðli upplýsingum um geirann og stuðli að víðfermara framboði þjónustu, menntunar og þekkingar.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa staðfest að verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ verði eitt af fyrstu verkefnum BVV.

Stofnaðilar binda miklar vonir við að BVV verði hreyfiafl fyrir byggingargeirann í heild, hvort sem litið er til undirbúnings, framkvæmda, eftirfylgni eða framþróunar í geiranum.

Nánari upplýsingar:     Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri BVV, sími 8218338, netfang hannesfrimann@si.is