Íslenska Byggingavettvangnum er ætlað að að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans. Greina tækifæri til að auka framleiðni, auka skilvirkni, og nýsköpun. Þá er ætlunin að vettvangurinn stuðli að framþróun innan byggingageirans,  taki saman og miðli upplýsingum um geirann og stuðli að víðfermara framboði þjónustu, menntunar og þekkingar.

Lesa nánar

Mikill munur á tilboðum í niðurrif á Sementverksmiðjunni

Alls bárust 12 tilboð í niðurrif Sementsverksmiðjunnar á Akranesi en tilboð voru opnuð í síðustu viku. Mikill munur var á lægsta og hæsta tilboði eða 819 milljónir króna. Eftirtalin tilboð bárust, raðað eftir fjárhæðum. Work North ehf. 175.279 þúsund krónur, ABLTAK ehf. 274.790, Ellert Skúlason ehf. 279.620, Skóflan hf. 378.000, G. Hjálmarsson hf. 460.838, Háfell ehf. 495.048, Þróttur ehf. 509.585, Ístak hf. 556.088, Wye Valley 618.969, Íslandsgámar hf. 666.575, Húsarif ehf. 794.210 og sérfélag stofnað um verkefnið 994.790 þúsund krónur. Kostnaðaráætlun Mannvits var rúmar 326 milljónir króna. Næsta skref í málinu er að ganga til samninga við verktaka. Reiknað er með að niðurrif hefjist nú á haustmánuðum og því ljúki haustið 2018. Alls verða 16 mannvirki rifin en önnur fá að standa, til dæmis sementstankarnir og strompurinn, sem setja mikinn svip á umhverfið. Reiknað er með að alls verði rifnir 140 þúsund rúmmetrar af mannvirkjum. sisi@mbl.is