Íslenska Byggingavettvangnum er ætlað að að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans. Greina tækifæri til að auka framleiðni, auka skilvirkni, og nýsköpun. Þá er ætlunin að vettvangurinn stuðli að framþróun innan byggingageirans,  taki saman og miðli upplýsingum um geirann og stuðli að víðfermara framboði þjónustu, menntunar og þekkingar.

Lesa nánar

www.mbl.is Fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir fyr­ir meira en 90 millj­arða

Alls er áformað að tíu helstu fram­kvæmdaaðilar hins op­in­bera, það er að segja rík­is og sveit­ar­fé­laga, standi fyr­ir útboðum vegna fram­kvæmda sem nema meira en 90 millj­örðum króna á þessu ári. Þetta kom fram á svo­nefndu útboðsþingi sem haldið var á veg­um Sam­taka iðnaðar­ins í lok síðast liðinn­ar viku. Mun þetta vera áþekkt því sem fram­kvæmt var fyr­ir í fyrra. Af ein­stök­um aðilum ráðger­ir Lands­virkj­un að fram­kvæma mest; fyr­ir rúma 20 millj­arða. Einkum eru það verk­efni sem tengj­ast Þeistareykja­virkj­un og stækk­un Búr­fells­virkj­un­ar. Þá ráðger­ir Vega­gerðin að fram­kvæma fyr­ir 19 millj­arða króna á ár­inu. Sem dæmi um verk­efni á veg­um henn­ar á ár­inu eru vega­gerð í Gufu­dals­sveit, gatna­mót sunn­an Hafn­ar­fjarðar við Krýsu­vík­ur­veg og vega­gerð við Horna­fjarðarfljót.

Reykja­vík­ur­borg bæt­ir í

Af öðrum aðilum hef­ur Reykja­vík­ur­borg áform um að fram­kvæma fyr­ir 14,2 millj­arða króna á ár­inu og er það um­tals­vert meira en á fyrra ári. Sam­tals eru verk­efni Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins fyr­ir 11,3 millj­arða ráðgerð á ár­inu. Landsnet hyggst fram­kvæma fyr­ir 10 millj­arða. OR veit­ur og Orka nátt­úr­unn­ar fyr­ir sam­tals ríf­lega 10,1 millj­arð. Þá ráðger­ir Kópa­vogs­bær fram­kvæmd­ir fyr­ir 2,3 millj­arða og Faxa­flóa­hafn­ir fyr­ir 2,2 millj­arða.

Hag­ur verk­taka að batna

„Það varð viðsnún­ing­ur í fyrra, þá jókst magn þeirra fram­kvæmda sem boðnar voru út,“ seg­ir Árni Jó­hanns­son, sviðsstjóri bygg­inga- og mann­virkja­sviðs Sam­taka iðnaðar­ins. Árni seg­ir fram­kvæmd­ir af þessu um­fangi skipta máli fyr­ir fé­lags­menn í Sam­tök­um iðnaðar­ins sem eru í verk­tak­a­starf­semi. „Hefðbund­in jarðvinna er ekki kom­in af stað eft­ir hrunið. Það eru nær eng­ar virkj­ana­fram­kvæmd­ir sem krefjast mik­ill­ar jarðvinnu, fyr­ir utan stækk­un Búr­fells­virkj­un­ar. Þannig að enn hef­ur ekki orðið aukn­ing hjá al­menn­um jarðvinnu­verk­tök­um.“ Árni seg­ir mik­il um­svif í al­mennri bygg­inga­starf­semi í augna­blik­inu, ekki síst vegna hót­el­bygg­inga.