Íslenska Byggingavettvangnum er ætlað að að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans. Greina tækifæri til að auka framleiðni, auka skilvirkni, og nýsköpun. Þá er ætlunin að vettvangurinn stuðli að framþróun innan byggingageirans,  taki saman og miðli upplýsingum um geirann og stuðli að víðfermara framboði þjónustu, menntunar og þekkingar.

Lesa nánar

www.mbl.is. Ríkið selji hundruð fasteigna

Ríkið selji hundruð fasteigna

Viðskiptaráð kallar eftir mikilli uppstokkun

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) leggur til í nýrri úttekt að ríkissjóður selji allar skrifstofubyggingar sem það hefur í eignasafni sínu, 120 talsins, þær 280 íbúðir, 20 lögreglustöðvar vítt og breitt um landið og 20 kirkjur sem þar er einnig að finna. Samanlagður fermetrafjöldi þessara bygginga er um 200 þúsund fermetrar og jafngildir það tæplega 23% af umfangi fasteigna í þess eigu. 882 þúsund fermetrar Í úttektinni kemur fram að heildar fermetrafjöldi þeirra bygginga sem ríkið á telji 882 þúsund fermetra og að það sé helmingi meira umfang en finna megi hjá stærsta fasteignafélaginu á almennum markaði, Reitum. Þá er einnig bent á í úttektinni að samanlagður fermetrafjöldi þeirra fjárfestingareigna sem þrjú stærstu fasteignafélög landsins hafa á sínum snærum jafngildi umfangi fasteignasafns ríkisins. Telur VÍ að hægt sé að draga úr sóun, auka hagkvæmni í ríkisrekstri, draga úr áhættu, minnka líkur á hagsmunaárekstrum og greiða niður skuldir ríkissjóðs með því að ráðast í hina umfangsmiklu eignasölu.