Íslenska Byggingavettvangnum er ætlað að að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans. Greina tækifæri til að auka framleiðni, auka skilvirkni, og nýsköpun. Þá er ætlunin að vettvangurinn stuðli að framþróun innan byggingageirans,  taki saman og miðli upplýsingum um geirann og stuðli að víðfermara framboði þjónustu, menntunar og þekkingar.

Lesa nánar

www.ils.is. Breytingar á reglum varðandi…

Breytingar á reglum varðandi…

Skrifað þann 23.01.2017

Þann 15. janúar tóku í gildi breytingar á reglum varðandi vanskilainnheimtu og nauðungarsölubeiðnir hjá Íbúðalánasjóði.

Reglurnar afmarka þær heimildir sem sjóðurinn hefur til að fresta byrjun uppboðs, framhaldi uppboðs og afturköllun nauðungasölubeiðna. Framvegis verður því ekki mögulegt að veita frestun nema ákveðin skilyrði séu uppfyllt. Vinsamlegast athugið að um er að ræða  heimild til þess að fresta ofangreindum aðgerðum en ekki rétt lántaka og því er hvert tilvik metið fyrir sig. Við matið er horft á þá upphæð sem er greidd inn á vanskilin áður en frestun er samþykkt og stöðu vanskila eftir greiðsluna ásamt fyrri greiðslusögu lántaka og getu til þess að greiða skuldina niður sé frestur veittur.

Nánari upplýsinga veita ráðgjafar Íbúðalánasjóðs í síma 569-6900.