Íslenska Byggingavettvangnum er ætlað að að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans. Greina tækifæri til að auka framleiðni, auka skilvirkni, og nýsköpun. Þá er ætlunin að vettvangurinn stuðli að framþróun innan byggingageirans,  taki saman og miðli upplýsingum um geirann og stuðli að víðfermara framboði þjónustu, menntunar og þekkingar.

Lesa nánar

www.mbl.is. Gagnrýna hækkanir hjá borginni Fara beint út í íbúðaverð, að mati SI

„Við erum verulega ósátt við þessar hækkanir, umfram verðlagsþróun, á sama tíma og við erum að leita allra leiða til að draga úr byggingarkostnaði,“ segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður bygginga- og mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, um þær verðhækkanir sem Reykjavíkurborg hefur boð- að hjá umhverfisog skipulagssviði um áramót. Ýmis gjöld sem rukkuð eru fyrir t.d. byggingarleyfi, skipulagsvinnu, eftirlit, úttektir og vottorð hækka töluvert umfram verðlagsþróun þessa árs. Algeng hækkun á milli ára er frá tæplega 10% og upp undir 30- 40%. Dæmi eru um meiri hækkanir á einstökum gjöldum. Þá eru sett á nokkur ný gjöld. Í greinargerð borgarstjóra með tillögu að gjaldskrárbreytingum segir að gjaldskrár umhverfis- og skipulagssviðs eigi að endurspegla raunkostnað. Um síðustu áramót urðu einnig hækkanir á ýmsum gjöldum á þessu sviði borgarinnar, sem komu hart niður á byggingarverktökum og íbúðareigendum. „Þetta mun að sjálfsögðu fara út í íbúðaverðið og er ekki til þess fallið að auka framboð á nýju húsnæði, sem allir eru sammála um að full þörf sé fyrir, sér í lagi fyrir ungt fólk og kaupendur fyrstu íbúðar. Þetta styður því ekki við þá viðleitni að auka framboðið,“ segir Árni enn fremur