Íslenska Byggingavettvangnum er ætlað að að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans. Greina tækifæri til að auka framleiðni, auka skilvirkni, og nýsköpun. Þá er ætlunin að vettvangurinn stuðli að framþróun innan byggingageirans,  taki saman og miðli upplýsingum um geirann og stuðli að víðfermara framboði þjónustu, menntunar og þekkingar.

Lesa nánar

www.mbl.is. Átta ný fjölbýlishús verða byggð

Árið 1992 var gerður samningur milli Björgunar og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarog atvinnuhverfis á uppfyllingu austan athafnasvæðis Björgunar í Elliðavogi. Fyrirtækið fékk Björn Ólafs arkitekt í París til að annast deiliskipulag og að hluta til hönnun húsa í hverfinu. Fyrstu húsin í Bryggjuhverfinu risu árið 1998. Nú er Bryggjuhverfið byrjað að stækka á ný, en árið 2014 var ákveðið að hefja byggingu 2. áfanga þess. Byrjað var að reisa tvö fjölbýlishús í fyrra en alls verða þau átta talsins. Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að þegar öll húsin verði fullbyggð hafi Bryggjuhverfið stækkað um 30%. Bryggjuhverfið mun svo stækka enn til vesturs þegar Björgun hefur flutt og landfyllingarnar verða tilbúnar. „Hverfið hefur að ýmsu leyti liðið fyrir nálægð sína við Björgun,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins. Íbúar í hverfinu kvörtuðu yfir því að sandur fyki af athafnasvæði fyrirtækisins í vestanáttum. Árið 2008 var ráð- ist í viðamiklar framkvæmdir til að afmarka betur starfsemi fé- lagsins og íbúðarhverfisins, með það að markmiði að draga sem mest úr óþægindum íbúanna. Vandamálið verður úr sögunni þegar Björgun flytur 2019.