Íslenska Byggingavettvangnum er ætlað að að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans. Greina tækifæri til að auka framleiðni, auka skilvirkni, og nýsköpun. Þá er ætlunin að vettvangurinn stuðli að framþróun innan byggingageirans,  taki saman og miðli upplýsingum um geirann og stuðli að víðfermara framboði þjónustu, menntunar og þekkingar.

Lesa nánar

www.mbl.is; Mik­il þörf á op­in­berri fjár­fest­ingu

Op­in­ber fjár­fest­ing jókst um 3,7% á ár­inu 2015 og var þá 2,8% af lands­fram­leiðslu sem er u.þ.b. einu pró­sentu­stigi minna en meðaltal síðustu 15 ára. Á fyrri árs­helm­ingi 2016 mæld­ist 1,9% aukn­ing í op­in­berri fjár­fest­ingu frá sama tíma 2015.

Þetta kem­ur fram í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans.

„Eng­inn deil­ir um að á síðustu árum hef­ur orðið til um­tals­verð fjár­fest­ing­arþörf á ýms­um sviðum, m.a. vegna skorts á viðhaldi. Hag­ur rík­is­sjóðs hef­ur batnað mikið að und­an­förnu, m.a. vegna stöðug­leikafram­lag­anna. Mik­il upp­söfnuð þörf er þannig fyr­ir aukn­ar fjár­fest­ing­ar í innviðum,“ seg­ir í Hag­sjá.

Því er þó bætt við að nauðsyn­legt sé að fara var­lega í fjár­fest­ingu hins op­in­bera. „Nú eru þegar far­in að koma fram merki um aukna þenslu í ís­lenska hag­kerf­inu og því ættu stjórn­völd öllu jöfnu að halda aft­ur af sér við fram­kvæmd­ir og aukn­ingu út­gjalda.“

Í Hag­sjá kem­ur fram að yf­ir­leitt sé op­in­berri fjár­fest­ingu skipt í fernt í þjóðhags­reikn­ing­um: vegi og brýr, göt­ur og hol­ræsi, bygg­ing­ar og að lok­um aðra fjár­fest­ingu. Sé inn­byrðis skipt­ing þess­ara liða skoðuð yfir lengri tíma og því sem snýr að gatna­gerð og sam­göng­um haldið sam­an má sjá að gatna­gerð tek­ur tölu­vert minni hluta til sín nú en var á fyrsta ára­tug ald­ar­inn­ar. Meðal­hlut­deild frá 1990 var 36% miðað við 29% árið 2015. Meðal­fjár­fest­ing í gatna­gerð á ár­un­um 2000-2008 var rúm­ir 35 millj­arðar króna á verðlagi árs­ins 2015. Fjár­fest­ing í gatna­gerð á ár­inu 2015 var um 18 millj­arðar króna eða tæp­lega helm­ing­ur meðaltals fyrra tíma­bils­ins.

Sé þróun fjár­fest­ing­ar skoðuð eft­ir mála­flokk­um í rekstri hins op­in­bera á föstu verðlagi og meðaltal tíma­bils­ins 1998-2002 borið sam­an við meðaltal tíma­bils­ins 2011-2015 má sjá að aukn­ing hef­ur verið í þrem­ur flokk­um, lang­mest í hús­næðis- og skipu­lags­mál­um og veit­um en einnig auk­ist í lög­gæslu, rétt­ar­gæslu og ör­ygg­is­mál­um. Fjár­fest­ing í öðrum mála­flokk­um hef­ur minnkað, mest í menn­ing­ar-, íþrótta- og trú­mál­um og svo í efna­hags- og at­vinnu­mál­um.

Hag­fræðideild Lands­bank­ans ger­ir ráð fyr­ir að op­in­ber fjár­fest­ing auk­ist um 2,5% í ár, 3,5% á næsta ári, og 4% á ár­un­um 2018 og 2019. Op­in­ber fjár­fest­ing mun því nema 2,7% af lands­fram­leiðslu á ár­inu 2019.