Íslenska Byggingavettvangnum er ætlað að að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans. Greina tækifæri til að auka framleiðni, auka skilvirkni, og nýsköpun. Þá er ætlunin að vettvangurinn stuðli að framþróun innan byggingageirans,  taki saman og miðli upplýsingum um geirann og stuðli að víðfermara framboði þjónustu, menntunar og þekkingar.

Lesa nánar

www.vb.is: Mesta fjölgun ferðamanna á Suðurnesjum

– Suðurnesin í hópi svæða á Norðurlöndum sem spáð er hvað mestum vexti

Suðurnesin tróna í efsta sæti svæða á Norðurlöndunum þegar skoðuð er aukning í fjölda ferðamanna frá 2008 til 2014. Þar eru tækifæri til vaxtar hvað mest á landinu að mati Nordregio, norrænnar rannsóknarstofnunar sem gefur reglulega út skýrslu um stöðu norræna svæða (State of the Nordic Region). Skýrslunni er ætlað að auðvelda vinnu við stefnumótun og greiningu á ólíkum þáttum yfir tíma.
Þetta kom fram í máli Hjördísar Rutar Sigurjónsdóttur, sérfræðings hjá Nordregio, á haustfundi Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja sem haldinn var í Hljómahöll þann 27. október síðastliðinn. Hún segir stöðu Suðurnesja svo sannarlega hafa breyst frá síðustu skýrslu sem kom út árið 2013. Næsta skýrsla er áætluð árið 2018.