Íslenska Byggingavettvangnum er ætlað að að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans. Greina tækifæri til að auka framleiðni, auka skilvirkni, og nýsköpun. Þá er ætlunin að vettvangurinn stuðli að framþróun innan byggingageirans,  taki saman og miðli upplýsingum um geirann og stuðli að víðfermara framboði þjónustu, menntunar og þekkingar.

Lesa nánar

Samningar um stuðning við nýsköpun og sprotafyrirtæki

Ragnheiður Elín Árnadóttir. iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undirrituðu fyrir skömmu, tvo samninga sem báðir miða að stuðningi við nýsköpun og sprotafyrirtæki. Samningarnir eiga báðir rætur í aðgerðaráætluninni Frumkvæði og framfarir sem  iðnaðar og viðskiptaráðherra kynnti í desember 2015. Áætlunin byggir á 22 aðgerðum sem miða að því að starfsumhverfi fyrir frumkvöðla, sprotafyrirtæki og nýsköpunarstarf á Íslandi standist allan alþjóðlegan samanburð.

Samningarnir sem undirritaðir voru, eru annars vegar vegna nýsköpunarátaks í starfandi fyrirtækjum þar sem ráðist verður í sérstakt átak  meðal starfandi fyrirtækja sem byggir á fræðslu og markvissri greiningi á tækifærum til nýsköpunar og þróunar.

Hins vegar er um að ræða samning um stuðning og þjálfun við alþjóðlega sókn framúrskarandi sprotafyrirtækja í vexti. Verkefnið verður unnið í samstafi við norræna samstarfsaðila þar sem framúrskarandi fyrirtækjum verður boðin þátttaka í svokölluðum hraðalsverkefnum erlendis.

Nú að afstöðnum kosningum hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir látið af störfum sem þingmaður og ráðherra. Við hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands þökkum ráðherranum samstarfið á liðnum árum og óskum henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún tekur sér hendur.